67. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. september 2016 kl. 09:05


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05

Ögmundur Jónasson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar boðuðu forföll. Elsa Lára Arnardóttir og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu Kl. 09:05
Á fundinn kom Leifur Bárðarson frá Landlæknisembættinu og gerði grein fyrir sjónarmiðum embættisins við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Salvör Nordal og Ástríður Stefánsdóttir frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og gerðu grein fyrir sjónarmiðum stofnunarinnar við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá komu Kristján Erlendsson og Eiríkur Baldursson frá vísindasiðanefnd og gerðu grein fyrir sjónarmiðum nefndarinnar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:45
Birgir Ármannsson, 1. varaformaður, upplýsti að umsögn til utanríkismálanefndar er í lokavinnslu og verður tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

4) Önnur mál Kl. 10:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50