9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:07
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:09
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Brynjar Níelsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 8. fundar samþykkt.

2) Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi Kl. 09:02
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Rósa Dögg Flosadóttir frá innanríkisráðuneyti og Helga Þórisdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd. Gestir kynntu málið og þær breytingar sem reglugerðin mun hafa í för með sér og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 175. mál - rafræn birting málaskráa og gagna ráðuneyta Kl. 10:30
Samþykkt að fresta ákvörðun um framsögumann en senda málið til umsagnar.

4) 117. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:35
Samþykkt að fresta ákvörðun um framsögumann en senda málið til umsagnar.

5) Önnur mál Kl. 10:37
Nefndin fór yfir mál sem eru til umfjöllunar í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40