14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:56
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:12
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:12
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:13

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00


2) Eignasala Landsbankans hf. 2010 - 2016. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:05
Á fundinn komu Sigurður H. Helgason og Hafsteinn S. Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Jón G. Jónsson og Lárus Blöndal frá Bankasýslu ríkisins, Helga Björk Eiríksdóttir, Magnús Pétursson, Lilja Björk Einarsdóttir, Hreiðar Bjarnason og Hallgrímur Ásgeirsson frá bankaráð Landsbankans og Landsbankanum og Sveinn Arason, Þórir Óskarsson og Markús I. Eíríksson frá Ríkisendurskoðun.

Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jón Steindór Valdimarsson óskaði eftir því að bókað yrði að hann sat í stjórn Framtakssjóðs Íslands frá mars 2011 til september 2012; stjórn Landsvaka hf. frá júlí 2009 til mars 2012; stjórn Landsbréfa hf. frá mars 2012 til desember 2013 og stjórn Regins hf. frá apríl 2014 til apríl 2015.

3) 195. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:00
Samþykkt að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins og að senda málið til umsagnar.

4) 199. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 10:02
Frestað.

5) 202. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:04
Samþykkt að Birgitta Jónsdóttir verði framsögumaður málsins og að senda það út til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 10:06
Samþykkt að Jón Þór Ólafsson verði verkstjóri nefndarinnar við umfjöllun um stjórnsýslu dómstólanna.

Nefndin ræddi tilhögun umræðu um rannsóknarskýrslu Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15