22. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Jóhannes A. Kristbjörnsson (JAK) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 21. fundar samþykkt.

2) Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Kl. 09:03
Formaður gerði grein fyrir málinu og forsögu þess. Tillaga um að Hildur Sverrisdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir greindi frá því við upphaf umfjöllunar að hún teldi sig ekki hæfa til að fjalla um málið vegna fyrri starfa fyrir Seðlabanka Íslands og vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

3) 199. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 09:12
Svandís Svavarsdóttir, framsögumaður málsins, gerði grein fyrir málinu. Tillaga um að nefndin fengi gesti á sinn fund til að fjalla um málið var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 09:15
Umfjöllun um hvort nefndin ætti að fjalla um 402. mál, þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022, þ.e. varðandi undirstofnanir Alþingis. Kynnt að tillaga um að óska eftir slíkri umsögn nefndarinnar verði tekin fyrir í fjárlaganefnd.

Nefndin fjallaði einnig um stöðu og málsmeðferð annarra mála í nefndinni svo sem skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku erlendra aðila í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf., lög um opinber fjármál, stjórnsýslu dómstólanna o.fl.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05