23. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:12
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:12
Smári McCarthy (SMc) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:07
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir vék af fundi 9:40 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:00
Á fundinn kom Sveinn Arason ríkisendurskoðandi gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Næst kom Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málsmeðferð.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00