24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:08
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:09
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:13
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:09
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:09
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:09

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 22. og 23. fundar voru samþykktar.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:02
Formaður fór yfir drög að umsögn vegna málsins.

Að umsögn standa Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Haraldur Benediktsson og Hildur Sverrisdóttir.

Svandís Svavarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Lilja Alfreðsdóttir skila öll sérálitum.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 09:24
Nefndin fjallaði um málsmeðferð.

4) 331. mál - rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands Kl. 10:14
Samþykkt að senda málið til umsagnar. Ákvörðun um framsögumann frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15