29. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 09:10


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:10
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10

Haraldur Benediktsson boðaði forföll vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 26. og 27. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 09:11
Nefndin fjallaði um málsmeðferð.

Jón Þór Ólafsson óskaði eftir því að bókað yrði að á fundi nefndarinnar 4. maí sl. hafi hann lagt framtillögu um að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskað eftir gögnum sem styðji þau atriði sem fólust í beiðni Ólafs Ólafssonar um fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd frá 27.apríl 2017.

Eftir umræður í nefndinni dró Jón Þór tillöguna til baka þar sem samþykkt var á fundinum að formaður hefði samband við Ólaf og greindi honum frá umræddri beiðni.

3) 258. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 10:44
Framsögumaður málsins, Jón Steindór Valdirmarsson, gerði grein fyrir málinu og nefndin fjallaði um það. Tillaga um að vinna drög að nefndaráliti samþykkt.

4) 195. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:49
Framsögumaður málsins, Jón Steindór Valdimarsson, gerði grein fyrir málinu og nefndin ræddi það.

5) Önnur mál Kl. 10:52
Njáll Trausti Friðbertsson fór yfir framhald máls varðandi erindi Öryggisnefndar Félags ísl. atvinnuflugmanna varðandi stjórnsýslu ákvarðana um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og frekari gestakomur.

Svandís Svavarsdóttir, framsögumaður, ræddi framhald 199. máls, Þjóðhagsstofnunar. Samþykkt að hún vinni drög á áliti fyrir nefndina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05