33. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 30. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:00
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir (SGísl) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) fyrir Lilju Alfreðsdóttur (LA), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Tillaga dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt. Kl. 09:00
Tillaga 2. varaformanns um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Birgitta Jónsdóttir gerði athugasemd við tillöguna í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins væri með umdeilt mál fyrir nefndinni væri það óheppilegt að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins væri framsögumaður þess og sat því hjá við afgreiðsluna.

Á fundinn komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti sem er settur ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneyti í málinu.

Sigríður Á. Andersen kynnti málið og þau sjónarmið sem hún lagði til grundvallar tillögugerðinni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að funda með dómsmálaráðherra að nýju kl. 13:00.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00