44. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. ágúst 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson boðaði forföll á fundinn.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Reglur um uppreist æru Kl. 09:00
Á fundinn komu Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri og Kristín Einarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Sigríður fór yfir forsögu og framkvæmd reglna um uppreist æru og kynnti hugmyndir sínar um breytingar á reglunum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Jón Steindór Valdimarsson upplýsti nefndarmenn í upphafi fundar um að hann hefði kynnt sér gögn úr stórnsýslumálið Roberts Downey, sem ráðuneytið sendi nefndinni í trúnaði.

2) Önnur mál Kl. 10:19
Formaður samþykkti beiðni Lilju Alfreðsdóttur um fund í nefndinni um hvernig eftirliti með jarða- og fasteignakaupum sé háttað sbr. ákvæði laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22