6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 147. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. september 2017 kl. 19:20


Mættir:

Jón Steindór Valdimarsson (JSV) formaður, kl. 19:20
Svandís Svavarsdóttir (SSv) 1. varaformaður, kl. 19:20
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 19:20
Eva Pandora Baldursdóttir (EPB), kl. 19:20
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 19:20
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 19:20
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 19:20
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 19:20
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 19:20

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kom á fundinn kl. 20:00 í stað Evu Pandoru Baldursdóttur.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:20
Fundargerð 4. og 5. fundar voru samþykktar.

2) Uppreist æru, reglur og framkvæmd Kl. 19:22
Nefndin fór yfir drög að skýrslu um málið. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni. Allir rita undir skýrsluna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kynnti upplýsingabeiðni, sem studd er af Jóni Þór Ólafssyni og Svandísi Svavarsdóttur, um málsgögn, minnisblöð ráðuneytisins o.fl. í þremur málum er varða uppreist æru, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga um þinsköp Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 20:25
Formaður vakti athygli á að athugasemdir hefðu borist frá Ríkisendurskoðun vegna færslu í fundargerð varðandi stjórnsýslu dómstóla en upplýst var að stofnunin hefur ekki hafið stjórnsýsluendurskoðun á stjórnsýslu dómstóla.

Formaður kynnti að fulltrúar frá Kosningaeftirlitsskrifstofu ÖSE í Varsjá, ODIHR, eru væntanlegir til landsins til að meta þörfina á kosningaeftirliti við alþingiskosningarnar sem fara fram þann 28. október nk., og hefðu hug á að hitta nefndina eða fulltrúa úr henni 3. október n.k.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:33