7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 147. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. október 2017 kl. 09:03


Mættir:

Jón Steindór Valdimarsson (JSV) formaður, kl. 09:03
Svandís Svavarsdóttir (SSv) 1. varaformaður, kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 09:03
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:03
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:03
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:03
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:03
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:03
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 09:03

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Ákvörðun um að halda opinn fund um vernd tjáningarfrelsis Kl. 09:03
Samþykkt að fundur um vernd tjáningarfrelsis kl. 9:10 verði opinn.

2) Áheyrnaraðild fulltrúa Bjartrar framtíðar að fundinum. Kl. 09:03
Áheyrnaraðild Bjartrar framtíðar að næsta fundi samþykkt.

3) Skýrsla Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks á Íslandi 2012-2017. Kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson formaður kynnti að Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hefði skilað skýrslu sem unnin var að frumkvæði Brynjars Níelssonar um rannsókn á dómum sem gengið hafa hjá Mannréttindadómstóli Evrópu í málum gegn íslenska ríkinu á árabilinu 2012-2017 og varða 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi.

4) Önnur mál Kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson annar fulltrúi í Pírata í nefndinni lagði fram eftirfarandi bókun: „Enn er óafgreidd fundarbeiðni Pírata um að nefndin fundi um málefni er varða það hvort þingmenn ættu í einhverjum tilvikum að flokkast sem innherjar. Í 121. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, er kveðið á um að með tímabundnum innherja sé átt við aðila sem telst ekki fruminnherji en búi yfir innherjaupplýsingum vegna eignaraðildar, starfs síns, stöðu eða skyldna og í 123. gr. sömu laga er kveðið á um að innherja sé óheimilt að afla eða ráðstafa fjármálagerningum, fyrir eigin reikning eða annarra, búi hann yfir innherjaupplýsingum. Fulltrúar Pírata telja fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla um málið og óska eftir að formaður nefndarinnar boði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:06