8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 147. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. október 2017 kl. 09:10
Opinn fundur


Mættir:

Jón Steindór Valdimarsson (JSV) formaður, kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv) 1. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:10
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 09:10

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Vernd tjáningarfrelsis Kl. 09:10
Formaður, Jón Steindór Valdimarsson, gerði grein fyrir að Mannréttindastofnun hefði skilað skýrslu til nefndarinnar, sem hún vann að beiðni þáverandi formanns nefndarinnar Brynjars Níelssonar, um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks á Íslandi 2012 til 2017.

Á fundinn komu Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs. Þórólfur gerði grein fyrir almennum sjónarmiðum varðandi fullnustugerðir og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jón Þór Ólafsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúar Pírata í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun og beiðni um gögn: „Óskað er eftir því að nefndin fái aðgang að öllum gögnum um lögbann sem embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu lagði við því að Útgáfufélag Stundarinnar ehf. og Reykjavík Media ehf. birti fréttir eða aðra umfjöllun, sem byggð er á eða unnin upp úr gögnum eða kerfum gerðarbeiðanda, Glitnis HoldCo ehf.“

Næst komu Eiríkur Jónsson prófessor við Háskóla Íslands og Hallgrímur Óskarsson varaformaður Gagnsæis og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá komu Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þau gerðu einnig grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Loks komu Arna Schram nefndarmaður í fjölmiðlanefnd og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:53

Upptaka af fundinum