1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. desember 2017 kl. 14:25


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 14:25
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 14:25
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 14:25
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 14:25
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 14:25
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 14:40
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 14:25
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 14:31
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 14:25
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 14:25

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Beiðni um áheyrnaraðild Kl. 14:25
Beiðni um áheyrnaraðild fulltrúa Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar, var samþykkt.

2) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 14:26
Tillaga um að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

3) Tillaga um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 14:27
Nefndin fjallaði um málið.

Jón Þór Ólafsson, 2. varaformaður, lagði fram eftirfarandi tillögu og bókun: „Að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum frá dómsmálaráðherra, dómsmálaráðuneytinu, öðrum ráðherrum og ráðuneytum og öðrum stjórnvöldum ef það á við, sem varða ákvarðanir og verklag dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt, á grundvelli 1. mgr. 51. gr. þingskapa.“

Samþykkt að óska eftir gögnum og fá gesti á fund vegna málsins.

4) Önnur mál Kl. 15:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:20