6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. janúar 2018 kl. 09:18
Opinn fundur


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:18
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:18
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:18
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:18
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:18
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:18
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:18
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:18
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:18
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:18

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 09:18
Á fundinn komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, fór yfir verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15

Upptaka af fundinum