7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. febrúar 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:50

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 5. og 6. fundar voru samþykktar.

2) Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 09:32
Á fundinn kom Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis og gerði grein fyrir undirbúningi og ferli umfjöllunar og atkvæðagreiðslu um málið í þingsal ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Ragnhildur Helgadóttir prófessor í stjórnskipunarrétti og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi Kl. 11:28
Frestað að taka málið fyrir.

4) 19. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 11:28
Frestað að taka málið fyrir.

5) Önnur mál Kl. 11:28
Samþykkt tillaga formanns um að halda aukafund þriðjud. 6. feb. n.k. í hádegi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30