9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:09
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:25
Frestað.

2) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:00
Á fundinn komu Anna Guðrún Björnsdóttir frá Samband ísl. sveitarfélaga, Salvör Nordal umboðsmaður barna og Stella Hallsdóttir frá umboðsmanni barna, Eva Bjarnadóttir og Anna Arnarsdóttir frá Unicef, Tinna Isebarn og Sigurður Helgi Birgisson frá Landssambandi ungmennafélaga og Jóhann Bjarki Arnarson Hall og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir frá samtökunum Ungt fólk til áhrifa.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 80. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2016 Kl. 10:30
Á fundinn kom Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti og kynnti skýrsluna ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:36
Nefndin ræddi um önnur mál í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:48