10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. febrúar 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:20
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30

Líneik Anna Sævarsdóttir og varamaður Þórunnar Egilsdóttur, Þórarinn Ingi Pétursson boðuðu forföll vegna veðurs.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Brynjar Níelsson vék af fundi vegna annars fundar kl. 10:23.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:32
Á fundinn komu Bryndís Helgadóttir og Hjördís Stefánsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Indriði B. Ármannsson frá Þjóðskrá Íslands og Guðni Olgeirsson og Ingi Bogi Bogason frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu fjölmörgum spurningum nefndarmanna.

3) Rannsókn kjörbréfs Kl. 10:45
Á fundinum var rannsakað kjörbréf Öddu Maríu Jóhannsdóttur 2. varaþingmanns á lista Samfylkingarinnar-jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Ekki voru gerðar athugasemdir við kjörbréfið og mælir nefndin með samþykkt þess.

4) 45. mál - samræming verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta Kl. 10:47
Samþykkt að fresta ákvörðun um framsögumann málsins.

Samþykkt að senda málið til umsagnar.

5) 89. mál - kosningar til Alþingis Kl. 10:48
Samþykkt tillaga um að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins.

Samþykkt að senda málið til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi viðbótarumsagnaraðila í 19. máli, Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður (leyfi frá opinberu starfi og starf með þingmennsku) og að kalla eftir upplýsingum um sambærilegar reglur í nágrannaríkjunum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:52