20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. mars 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:38
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 45. mál - samræming verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta Kl. 09:30
Á fundinn komu Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneytinu, Eydís Eyjólfsdóttir frá rekstrarfélagi stjórnarráðsins, Helga Guðrún Jónasdóttir og Anna G. Björnsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Rannsókn kjörbréfs. Kl. 10:13
Á fundinum var rannsakað kjörbréf Jónínu Bjargar Magnúsdóttur 2. varaþingmanns á lista Samfylkingarinnar-jafnaðarmannaflokks Íslands í Norðvesturkjördæmi. Ekki voru gerðar athugasemdir við kjörbréfið og mælir nefndin með samþykkt þess.

4) Önnur mál Kl. 10:18
Nefndin fjallaði um meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:47