23. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 19:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 19:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 19:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 19:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 19:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 19:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 19:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 19:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 19:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 19:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 19:30
Nefndin fjallaði um málið.

Þorsteinn Sæmundsson, frsm. 2. minni hluta, lagði fram eftirfarandi bókun:
Við atkvæðagreiðslu um málið eftir 2. umræðu var breytingartillaga við frumvarpið um seinkaða gildistöku ekki tekin fyrir þar sem hún var frá 2. minni hluta. Að mati 2. minni hluta gekk sú breytingartillaga lengst þ.e. var tillaga um að gildistaka yrði síðar og hefði því átt að vera tekin fyrir á undan öðrum tillögum. Sú tilhögun atkvæðagreiðslunnar að gera það ekki er gagnrýniverð.
Þá komu á fundinn Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Ásta Magnúsdóttir og Ingi Bogi Bogason frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu og sjónarmiðum við málið auk þess sem þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 20:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:10