22. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 13:15


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 13:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:15
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:15

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 13:15
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Tinna Isebarn og Una Hildardóttir frá Landssambandi ungmennafélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið.

2) Önnur mál Kl. 13:41
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:42