28. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. apríl 2018 kl. 10:20


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:20
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:20
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:20
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:20
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:20
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:20
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:20

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:37
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi birt Kl. 10:20
Á fundinn komu Páll Þórhallsson og Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneytinu. Þeir kynntu ábendingar til stjórnvalda úr skýrslu GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi varðandi æðstu handhafa framkvæmdarvalds og svöruðu spurningum nefndarinnar um þann þátt.

3) Tilskipun 2016/2102/ESB um aðgengi að opinberum vefjum Kl. 11:09
Á fundinn komu Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneytinu og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu. Þeir kynntu efni tilskipunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

4) 264. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 11:24
Nefndin fjallaði um málið.

5) 45. mál - samræming verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta Kl. 11:28
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:38
Nefndin ræddi nokkur mál sem eru í nefndinni og samþykkti að bæta við umsagnarlista í 19, máli, þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður (leyfi frá opinberu starfi og starf með þingmennsku).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:46