32. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Þórunn Egilsdóttir vék af fundi kl. 10:58.
Þorsteinn Sæmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 09:00
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og gerði grein fyrir álitaefnum varðandi málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Benedikt Bogason og Ólöf Finnsdóttir frá dómstólasýslunni og gerðu grein fyrir meginhlutverki og stefnu dómstólasýslunnar ásamt þeim breytingum sem lögfestar voru með nýjum lögum um dómstóla. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

Loks komu Elín Sigrún Jónsdóttir og Áslaug Björgvinsdóttir og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 443. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 10:22
Nefndin samþykkti tillögu um að Helga Vala Helgadóttir formaður yrði frasögumaður málsins auk þess sem meðferð málsins í nefndinni var rædd.

4) Önnur mál Kl. 11:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:59