34. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. maí 2018 kl. 13:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:59
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:20

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 443. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 13:00
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og fór yfir málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 13:39
Nefndin fjallaði um málið.

4) Verklag félags- og jafnréttismálaráðherra við yfirstjórn barnaverndarmála og upplýsingagjöf til Alþingis Kl. 13:48
Eftir umfjöllun var eftirfarandi bókun samþykkt:
Umfjöllun um málið er frestað þar til niðurstaða óháðrar úttektar á vegum forsætisráðherra liggur fyrir. Stjórn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kallar samhliða eftir uplýsingum frá stjórn velferðarnefndar um málsmeðferð nefndarinnar og um hver afmörkun óháðu úttekarinnar á málinu verður.

Þorsteinn Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu bókunar.

5) 89. mál - kosningar til Alþingis Kl. 14:55
Á fundinn komu Bryndís Helgadóttir og Hjördís Stefánsdóttir frá dómsmálaráðuneyti Ástriður Jóhannesdóttir frá Þjóðskrá Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

6) 443. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 15:10
Á fundinn kom Jón Ólafsson frá Gagnsæi, samtökum gegn spillingu og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 15:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30