39. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2018 kl. 09:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:27
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:51
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:05

Karl Gauti Hjaltason þurfti að víkja af fundi kl. 10:05 vegna annars fundar.

Nefndarritarar:
Elín Valdís Þorsteinsdóttir
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:17
Fundargerðir 37. og 38. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck og Aufhauser Privatbankiers KGaA í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003 Kl. 09:05
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Finnur Þór Vilhjálmsson fyrrverandi starsmaður rannsóknarnefndarinnar. Tryggvi fór yfir minnisblað sitt til nefndarinnar og Finnur Þór gerði grein fyrir samantekt um samanburð gagna og upplýsinga vegna sölu á hlutum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., sem þáv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði óskað eftir á síðasta löggjafarþingi. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

3) Afstaða til nýs EES-máls skv. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála (ríkisaðstoð) Kl. 09:58
Á fundinn komu Álfrún Perla Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti, Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti og Haraldur Steinþórsson og Díana Jónsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir efnisatriðum málsins ásamt stjórnskipulegum álitaefnum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:18
Samþykkt tillaga um að nefndin fundi um eftirlit með stjórnsýslu dómstóla með gestum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35