8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 13:15


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 13:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:15
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:15

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 13:47 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:15
Frestað.

2) 155. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 13:15
Á fundinn komu Ragnhildur Arnljótsdóttir, Ágúst Geir Ágústsson, Heiður M. Björnsdóttir og Óðinn H. Jónsson frá forsætisráðuneytinu og Ólafur Darri Andrason og Anna Lilja Gunnarsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Ragnhildur kynnti þingsályktunartillöguna og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 235. mál - umboðsmaður Alþingis Kl. 14:16
Samþykkt að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins og að senda það út til umsagnar.

4) Önnur mál Kl. 14:17
Samþykkt að fresta umfjöllun um viðbrögð Landspítala og Háskóla Íslands við skýrslu óháðrar nefndar um plastbarkamálið sem átti að vera á næsta fundi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:22