12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. nóvember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:46
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:41
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:41
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 155. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 08:44
Á fundinn komu Hermann Jónasson og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir frá Íbúðalánasjóði og Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun og gerðu grein fyrir umsögnum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Katrín Björg Ríkharðsdóttir frá Jafnréttisstofu og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu.

Loks komu Ágúst Geir Ágústsson, Heiður M. Björnsdóttir og Óðinn H. Jónsson frá Forsætisráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1589 um ítarlegar reglur um beitingu 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (kerfisbinding) Kl. 10:38
Frestað.

4) Tilskipun (ESB) 2015/2366 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 2002/65/EB, 2009/110/EB og 2013/36/ESB og á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 og niðurfellingu á tilskipun 2007/67/EB Kl. 10:38
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:38