17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. desember 2018 kl. 09:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:17
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:05

Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa og Kolbeinn Óttarsson Proppé boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 235. mál - umboðsmaður Alþingis Kl. 09:05
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og kynnti minnisblað sitt til nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 23. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:35
Samþykkt tillaga um að fjalla um málið á nefndadögum í byrjun nýs árs.

4) Önnur mál Kl. 09:39
Formaður lagði til að nefndin fjallaði um upplýsingar sem birst hafa í fjölmiðlun undanfarna daga um skipun sendiherra og að fá gesti á fund vegna málsins. Samþykkt af Jóni Þór Ólafssyni og Jóni Steindóri Valdimarssyni, þ.e. fjórðungi nefndarmana, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Nefndin fjallaði um efni næstu funda fram að þinghléi og eftir það.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:48