23. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 10:30
Opinn fundur


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Skipan sendiherra Kl. 10:30
Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar las upp yfirlýsingu Gunnars Braga Sveinssonar og ástæður þess að hann muni ekki mæta á fundinn. Því næst las formaður upp yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og ástæður þess að hann muni ekki mæta á fundinn.

Þá kom Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og gerði grein fyrir því að efni fundarins félli ekki undir málefnasvið fjármála- og efnahagsráðherra og væri því ekki á hans ábyrgð sem ráðherra. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna.

Næst kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30

Upptaka af fundinum