25. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. janúar 2019 kl. 09:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:17
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:05

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 22. - 23. fundar samþykkt með fyrirvara um að athugasemdir berist fyrir lok dags.

2) Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu Kl. 09:06
Á fundinn komu Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Anna Sigrún Baldursdóttir og Ólafur Baldursson frá Landspítala og Jón Atli Benediktsson rektor, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir aðstoðarrektor og Þórður Kristinsson frá Háskóla Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir viðbrögðum Háskóla Íslands og Landspítalans í kjölfar skýrslu nefndar, dags. 6. nóv. 2017, sem skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítala 27. okt. 2016, ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu Kl. 10:38
Tillaga formanns, Helgu Völu Helgadóttur, um að óska eftir áliti atvinnuveganefndar á skýrslunni fyrir 1. mars n.k. var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:41
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:41