26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. janúar 2019 kl. 09:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:10

Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll og Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á ýmsum reglugerðum Kl. 09:06
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og William Fr. Huntingdon-Williams frá utanríkisráðuneytinu, Valgerður B. Eggertsdóttir og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Valgerður kynnti gerðina ásamt Jóhönnu Bryndísi og þær svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslugjöf að því er varðar koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja Kl. 09:27
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og William Fr. Huntingdon-Williams frá utanríkisráðuneytinu, Valgerður B. Eggertsdóttir og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Jónas Birgir kynnti gerðina ásamt Jóhönnu Bryndísi og þau svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð (ESB) 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 2006/2004 Kl. 09:37
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og William Fr. Huntingdon-Williams frá utanríkisráðuneytinu, Valgerður B. Eggertsdóttir og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Daði kynnti gerðina ásamt Jóhönnu Bryndísi og þau svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 501. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:52
Samþykkt að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins og einnig að senda málið til umsagnar.

6) 356. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:53
Samþykkt að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar.

7) 493. mál - stjórnsýslulög Kl. 09:54
Samþykkt að Helga Vala Helgadóttir, formaður, verði framsögumaður málsins og að senda það út til umsagnar.

8) Önnur mál Kl. 09:55
Tillaga Óla Björns Kárasonar að fjalla um Seðlabankamálið á opnum fundum þ.e. með umboðsmanni Alþingis og seðlabankastjóra auk formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:04