35. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. mars 2019 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 32. og 33. fundar voru samþykktar.

2) 493. mál - stjórnsýslulög Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Hrafnhildur Guðmundsdóttir frá Ríkissaksóknara. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Ólafur Páll Ólafsson og Steinunn Guðmundsdóttir frá Seðlabanka Íslands. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom á fund nefndarinnar Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 107. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 10:23
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu Kl. 10:31
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50