40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 15:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 15:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 15:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:00

Óli Björn Kárason boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Frestað.

2) Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 15:00
Á fundinn komu Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og Ragnhildur Helgadóttir prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 6. mál - óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Kl. 16:11
Á fundinn kom Ragnhildur Helgadóttir frá Háskólanum í Reykjavík og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

4) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 16:31
Formaður fór yfir bréf fjárlaganefndar til formanna fastanefnda vegna fjármálaáætlunar og fylgiskjal með skiptingu málefnasviða á fastanefndir Alþingis.

Nefndin ræddi framhald málsins og gestakomur.

5) Önnur mál Kl. 16:37
Nefndin ræddi framhald umfjöllunar um lög um gjaldeyrismál og stjórnsýslu Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Samþykkt að fresta frekari umfjöllun á meðan málið er í vinnslu hjá forsætisráðneytinu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:40