46. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 09:33


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:33
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:08
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:33
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:33
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:33
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:33

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerð 44. fundar var samþykkt, með fyrirvara um athugasemdir fyrir lok dags.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1999 um stjórnun orkusambandsins og loftslagsgerða, sem breytir reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 663/2009 og (EB) 715/2009, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB, 98/70/EB, 2009/31/EB, 2009 Kl. 09:33
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir nefndarmenn standa saman að áliti.

3) Reglugerð (ESB) 2018/841 Evrópuþingsins og ráðsins um að fella losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda frá landnotkun, breytingum á landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til 2030 og um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins Kl. 09:33
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir nefndarmenn standa saman að áliti.

4) Reglugerð (ESB) 2018/842 Evrópuþingsins og ráðsins um bindandi, árlegan samdrátt aðildarríkjanna á losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2021 til 2030 sem framlag til loftslagsaðgerða til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og um breyting Kl. 09:33
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir nefndarmenn standa saman að áliti.

5) Sýslumenn. Samanburður milli embætta. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:39
Líneik Anna Sævarsdóttir, 1. varaformaður, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Helga Vala Helgadóttir, Lí­neik Anna Sævarsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason og Þórarinn Ingi Pétursson skrifuðu undir álit meiri hluta.

6) Önnur mál Kl. 10:19
Samþykkt að óska eftir fundi með umboðsmanni Alþingis, ríkissaksóknara og seðlabankastjóra, í tengslum við lög um gjaldeyrismál og stjórnsýslu Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24