48. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 46. og 47. fundar voru samþykktar.

2) 780. mál - upplýsingalög Kl. 09:01
Á fundinn komu Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ebba Schram frá Reykjavíkurborg og gerðu grein fyrir umsögnum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Þórir Guðmundsson frá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og Jóhann Óli Eiðsson og gerðu grein fyrir umsögnum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Loks komu Gísli Rúnar Gíslason frá Umhverfisstofnun og Sif Konráðsdóttir og Snæbjörn Guðmundsson frá ÓFEIGU náttúruvernd og fóru yfir umsagnir um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 493. mál - stjórnsýslulög Kl. 10:47
Frestað.

4) 802. mál - þjóðgarðurinn á Þingvöllum Kl. 10:48
Samþykkt að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar.

5) 684. mál - ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlanda Kl. 10:49
Samþykkt tillaga um að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumður málsins og að senda málið út til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50