50. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. maí 2019 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 48. og 49. fundar voru samþykktar.

2) 780. mál - upplýsingalög Kl. 09:32
Á fundinn kom Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands og gerði grein fyrir afstöðu til frumvarpsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 684. mál - ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlanda Kl. 10:00
Á fundinn komu Bryndís Helgadóttir og Guðmundur Bjarni Ragnarsson frá dómsmálaráðuneytinu og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) 780. mál - upplýsingalög Kl. 10:25
Á fundinn komu Kjartan Ingvarsson og Maríanna Said frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40