5. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 09:04


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Bergþór Ólason, Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerðir 3. og 4. fundar voru samþykktar.

2) Íslandspóstur ohf. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Freyr Þorsteinsson og Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu og Skúli Eggert Þórðarson og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Umferðarlög nr. 77/2019 Kl. 10:09
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til breytinga á umferðarlögum nr. 77/2019.

4) 26. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:11
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 44. mál - mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi Kl. 10:11
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 29. mál - jarðalög Kl. 10:12
Frestað.

7) 84. mál - óháð úttekt á Landeyjahöfn Kl. 10:13
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 10:13
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:14