8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 09:32


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:32
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:32
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:32
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:32
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:37
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:32
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:32

Ari Trausti Guðmundsson, Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerðir 6. og 7. fundar voru samþykktar.

2) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:33
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.

Á fund nefndarinnar mættu Hermann Sæmundsson, Stefanía Traustadóttir og Guðni Geir Einarsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 122. mál - ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta Kl. 10:48
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögu. Auk þess skrifa Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson og Vilhjálmur Árnason undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) 86. mál - bygging hátæknisorpbrennslustöðvar Kl. 11:00
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti og að Karl Gauti Hjaltason yrði framsögumaður málsins.

5) 103. mál - náttúrustofur Kl. 11:01
Samþykkt var að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Að tillögu flutningsmanns og framsögumanns var samþykkt að senda málið ekki til umsagnar en kalla til gesti.

6) 45. mál - úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kl. 11:04
Samþykkt var að Hanna Katrín Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:06
Nefndin ræddi næstu fundi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15