10. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 09:05


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Bergþór Ólason og Ari Trausti Guðmundsson boðuðu forföll.
Guðjón S. Brjánsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé voru fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 26. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Gunnlaugsdóttir og Gabriela Maria Skibinska frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 103. mál - náttúrustofur Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar mættu Róbert Arnar Stefánsson frá Samtökum náttúrustofa, Sigrún Ágústsdóttir frá Umhverfisstofnun, Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Jórunn Harðardóttir frá Veðurstofu Íslands og Sæunn Stefánsdóttir frá stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 45. mál - úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kl. 09:45
Nefndin ræddi málið.

5) 84. mál - óháð úttekt á Landeyjahöfn Kl. 09:45
Nefndin ræddi málið.

6) 65. mál - náttúruvernd Kl. 09:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55