13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 13:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 13:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 13:12
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:35
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00

Kolbeinn Óttarson Proppé og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi vegna þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) Reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á ýmsum reglugerðum Kl. 13:10
Nefndin ræddi málið.

3) Reglugerð (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslugjöf að því er varðar koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja Kl. 13:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

4) 31. mál - grænn samfélagssáttmáli Kl. 13:20
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Guðjón S. Brjánsson yrði framsögumaður málsins.

5) 66. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 13:22
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 13:24
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:40