17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:20

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.

Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 11. og 12. fundar samþykktar.

2) 26. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Baldur Dýrfjörð og Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 45. mál - úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu Baldur Dýrfjörð og Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 32. mál - endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Jón Baldur Lorange frá Matvælastofnun og Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor við Háskóla Íslands. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:31
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35