21. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 09:04


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:11
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:25

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerðir 17. og 18. fundar samþykktar.

2) 316. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum fundarmanna.

3) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:25
Nefndin ræddi málið.

4) 319. mál - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Kl. 09:47
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Bókun:
Nefndin harmar fréttaflutning af óbirtri skýrslu til samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins sem kynnt var nefndarmönnum á fundi nefndarinnar þann 21. nóvember sl. og óskað var trúnaðar um fram til 25. nóvember en efni skýrslunnar var til umfjöllunar í fjölmiðlum sama dag og kynningin fór fram.

Jafnframt áréttar nefndin mikilvægi þess að nefndarmenn fastanefnda Alþingis fari að reglum sem gilda um meðferð gagna og upplýsinga sem veitt eru nefndum í trúnaði.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10