25. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 09:08


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:08
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:08
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:08
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 09:08
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:39
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:08

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Frestað.

2) 316. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar mætti Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:36
Nefndin ræddi málið.

4) 436. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til og með 10. janúar 2020.

Ákvörðun um framsögumann var frestað.

5) 421. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 10:06
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til og með 10. janúar 2020.

Ákvörðun um framsögumann var frestað.

6) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 10:07
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til og með 10. janúar 2020.

Ákvörðun um framsögumann var frestað.

7) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 10:07
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til og með 10. janúar 2020.

Ákvörðun um framsögumann var frestað.

Nefndin ræddi málið.

8) 391. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Sigurður Ármann Snævarr frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40