39. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 15:08


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:08
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:08
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:08
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:08
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:08

Jón Gunnarsson boðaði forföll.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 15:50 vegna annarra þingstarfa.
Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 17:10. Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 17:37.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:17
Fundargerð 38. fundar samþykkt.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 15:19
Á fund nefndarinnar mættu Einar Már Sigurðarson, Hildur Þórisdóttir og Jóna Árný Þórðardóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Gunnar Jónsson frá Fljótsdalshéraði, Jón Björn Hákonarson frá Fjarðabyggð, Elvar Snær Kristjánsson og Vilhjálmur Jónsson frá Seyðisfjarðarkaupstað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Aðalsteinn Óskarsson frá Vestfjarðastofu og Iða Marsibil Jónsdóttir frá Vesturbyggð. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Ásthildur Sturludóttir frá Akureyrarbæ og Arnór Benónýsson frá Þingeyjarsveit. Guðrún Sif Guðbrandsdóttir frá Fjallabyggð og Eyþór Björnsson frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. Hilda Jana Gísladóttir frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra tók þátt í fundinum símleiðis. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 15:19
Á fund nefndarinnar mættu Einar Már Sigurðarson, Hildur Þórisdóttir og Jóna Árný Þórðardóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Gunnar Jónsson frá Fljótsdalshéraði, Jón Björn Hákonarson frá Fjarðabyggð, Elvar Snær Kristjánsson og Vilhjálmur Jónsson frá Seyðisfjarðarkaupstað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Aðalsteinn Óskarsson frá Vestfjarðastofu og Iða Marsibil Jónsdóttir frá Vesturbyggð. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Ásthildur Sturludóttir frá Akureyrarbæ og Arnór Benónýsson frá Þingeyjarsveit. Guðrún Sif Guðbrandsdóttir frá Fjallabyggð og Eyþór Björnsson frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. Hilda Jana Gísladóttir frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra tók þátt í fundinum símleiðis. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 126. mál - viðgerðir á jarðvegsrofi vegna utanvegaaksturs utan þjóðgarða Kl. 18:09
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 130. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli Kl. 18:09
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 15:08
Nefndin ræddi fyrirspurn stjórnar nefndarinnar til Reykjavíkurborgar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:10