41. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kl. 09:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:12
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:02

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 10:22.
Karl Gauti Hjaltason vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 39. og 40. fundar voru samþykktar.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Haukur Reynisson, Birna Ósk Einarsdóttir og Ari Guðjónsson frá Icelandair og Einar Júlíusson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigurður Bjarni Jónsson frá Mýflugi og Arnar Friðriksson frá Norlandair. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson á fund nefndarinnar. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið. Samþykkt var að óska eftir minnisblaði frá Isavia um innleiðingu EGNOS-aðflugs á Íslandi.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Haukur Reynisson, Birna Ósk Einarsdóttir og Ari Guðjónsson frá Icelandair og Einar Júlíusson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigurður Bjarni Jónsson frá Mýflugi og Arnar Friðriksson frá Norlandair. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson á fund nefndarinnar. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið. Samþykkt var að óska eftir minnisblaði frá Isavia um innleiðingu EGNOS-aðflugs á Íslandi.

4) Önnur mál Kl. 11:14
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:17