46. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:25
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:15
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:36
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05

Vilhjálmur Árnason, Ari Trausti Guðmundsson og Líneik Anna Sævarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) Kynning á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarminjum, verkefnaáætlun 2020-2022 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn S. Hafsteinsson og Dagný Arnarsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og María Reynisdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Kynntu þau landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarminjum, verkefnaáætlun 2020-2022 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 436. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins og Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020--2024 Kl. 11:30
Nefndin ræddi málið.

5) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034 Kl. 11:30
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40