47. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 09:08


Mætt:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:08
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:08
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:08
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08

Bergþór Ólason og Hanna Katrín Friðriksson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:54
Fundargerðir 45. og 46. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1971 frá 11. desember 2018 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði rafrænna fjarskipta (BEREC) og stofnun til að styðja við BEREC-hópinn (BEREC-skrifstofu), um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/ Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigurjón Ingvason frá Póst- og fjarskiptastofnun. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 frá 11. desember 2018 um setningu evrópskra reglna um rafræn fjarskipti (endurútgefin) Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigurjón Ingvason frá Póst- og fjarskiptastofnun. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 365. mál - þjóðarátak í landgræðslu Kl. 09:55
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55