55. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, föstudaginn 8. maí 2020 kl. 13:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 13:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 13:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:04

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:04
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Hrafnkell Proppé, Lilja Guðríður Karlsdóttir og Bryndís Friðriksdóttir frá Verkefnastofu Borgarlínu, Páll Björgvin Guðmundsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Bergþóra Þorkelsdóttir frá Vegagerðinni. Fóru gestir fyrir stöðu samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Hrafnkell Proppé, Lilja Guðríður Karlsdóttir og Bryndís Friðriksdóttir frá Verkefnastofu Borgarlínu, Páll Björgvin Guðmundsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Bergþóra Þorkelsdóttir frá Vegagerðinni. Fóru gestir fyrir stöðu samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 436. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 14:34
Nefndin ræddi málið og ákvað að boða nokkra gesti aftur á fund.

5) Önnur mál Kl. 14:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:49