6. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 15:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:02
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:02

Nefndarritari:
Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:03
Fundargerð 5. fundar samþykkt.

2) Riðuveiki í Skagafirði, förgun fjár Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Orri Páll Jóhannsson, Sigríður Halldórsdóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Guðmundur B. Ingvarsson og Agnar Bragi Bragason frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Skúli Þórðarson og Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

3) Dreifing plastmengaðrar moltu í Krýsuvík Kl. 15:44
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Orri Páll Jóhannsson, Sigríður Halldórsdóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Guðmundur B. Ingvarsson og Agnar Bragi Bragason frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Ólafur A. Jónsson og Elva Rakel Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun og Óskar Sævarsson umsjónarmaður Reykjanesfólkvangs. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

4) Riðuveiki í Skagafirði, förgun fjár Kl. 16:12
Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands og Unnsteinn Snorri Snorrason frá Landsamtökum sauðfjárbænda. Svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um málið.

5) Dreifing plastmengaðrar moltu í Krýsuvík Kl. 16:38
Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Bragason, Arngrímur Sverrisson, Jónína Magnúsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Freyr Eyjólfsson frá Terra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum Kl. 17:03
Nefndin ákvað að fresta umfjöllun um málið.

7) Önnur mál Kl. 17:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:05