18. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 3. desember 2020 kl. 09:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:14
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Bergþór Ólason vék af fundi kl. 10:28.
Sara Elísa Þórðardóttir vék af fundi kl. 10:37.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 276. mál - náttúruvernd Kl. 09:04
kl. 09:04 - Á fund nefndarinnar mættu Óli Grétar Blöndal Sveinsson og Helgi Jóhannesson frá Landsvirkjun. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

kl. 09:33 - Á fund nefndarinnar mætti Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

kl. 10:00 - Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Jónsson lögmaður og Óskar Magnússon frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

kl. 10:30 - Á fund nefndarinnar mætti Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50