24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 09:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:15
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:41.
Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 11:48.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað.

2) Aurskriðurnar á Seyðisfirði Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Harpa Grímsdóttir, Tómas Jóhannesson, Sigrún Karlsdóttir og Árni Snorrason frá Veðurstofunni, Skafti Brynjólfsson og Halldór G. Pétursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Víðir Reynisson og Björn Oddsson frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Margrét María Sigurðardóttir og Kristján Ólafur Guðnason frá Lögreglunni á Austurlandi. Gerðu gestir grein fyrir atburðunum á Seyðisfirði 18. desember 2020 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 311. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 10:52
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jón Björn Hákonarson og Marinó Stefánsson frá Fjarðabyggð og Matthildur Ásmundardóttir frá sveitarfélaginu Hornafirði. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Elías Pétursson frá Fjallabyggð og Lúðvík Bergvinsson lögmaður og Valtýr Sigurðsson frá Leyningsás ses. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:59